Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 572 svör fundust

Hvert er verðmæti 9 og 14 karata gulls í íslenskum krónum?

Karat er mælieining sem notuð er til að gefa til kynna hve hrein gullblanda er, það er hversu hátt hlutfall gull er af blöndunni. Hreint gull telst 24 karöt. Eftir því sem hlutfall gulls í gullblöndu er lægra, þeim mun færri karöt telst gullið vera. Þannig er til dæmis 18 karata gullblanda 75% gull og 25% annað ef...

Nánar

Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?

Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...

Nánar

Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?

Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...

Nánar

Höfðu kennarar og þingmenn einu sinni sömu laun?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

Nánar

Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris (aflandskróna)? Í svari Þórólfs Matthíassonar við spurningunni: Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans? kemur eftirfarandi fram: Gjaldeyrir kemur inn í landi...

Nánar

Hvað eru 296 dollarar margar krónur?

Þegar þetta er skrifað á fyrstu dögum júlímánaðar árið 2012 er gengi Bandaríkjadals um 125 kr., það er fyrir 125 kr. fæst 1 Bandaríkjadalur, samkvæmt vef Seðlabanka Íslands. Áður hefur verið fjallað um hverju munurinn á kaup- og sölugengi gjaldmiðla sætir en þann 4. júlí árið 2012 var kaupgengi Bandaríkjadals 1...

Nánar

Hvað þýðir orðið hrakvirði í bókhaldsmáli?

Hrakvirði fjármuna er sú fjárhæð sem fæst við sölu þeirra þegar fyrirtæki hyggst hætta að nota þá. Það getur verið núll eða ekkert ef ekki stendur til að selja fjármunina. Í bókhaldi er afskriftastofn fjármuna kostnaðarverð að frádregnu hrakvirði þeirra í lok áætlaðs nýtingartíma. Sem dæmi mætti nefna leigubíl ...

Nánar

Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?

Munurinn liggur að hluta til í augum uppi, það er lengri tíma tekur að greiða lánið niður. Á móti kemur svo að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Sem dæmi má nefna að ef vextir á láni eru 2,5% þá þarf að borga 35.750 krónur á mánuði af 10 milljóna króna láni til 40 ára en 44.862 krónur af 25 ára láni. Hér er...

Nánar

Af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?

Í þessu svari er tveimur spurningum svarað: Af hverju er sumar stelpur kallaðar skinkur? Og af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur? Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Orðið er ekki með í Orðabók um slangur sem gefin var út 1982 og er ...

Nánar

Hvað kostar gull?

Heimsmarkaðsverð á hreinu gulli þegar þetta er skrifað, í febrúar 2002, er um 29.600 krónur hver únsa eða um 950 þúsund krónur hvert kíló. Smásöluverð er mismunandi en þó vitaskuld alltaf eitthvað hærra en þetta. 220 kg gullklumpur sem finna má á safni í Taiwan, Kína. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað e...

Nánar

Hvað eru skattleysismörk?

Með skattleysismörkum er yfirleitt átt við hve miklar launatekjur má hafa án þess að að þurfa að greiða tekjuskatt og útsvar. Einfaldasta leiðin til að sjá hver skattleysismörkin eru er að deila með samanlögðu skatthlutfalli fyrir þessa skatta upp í svokallaðan persónuafslátt. Persónuafslátturinn er nú, árið 2008,...

Nánar

Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?

Upprunalega spurningin var: Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti? Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum e...

Nánar

Af hverju segja menn túkall á eftir sönglínunni saltkjöt og baunir?

Ekki er gott að segja hvers vegna túkall fylgir sönglinu um saltkjöt og baunir. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um túkall frá miðri 20. öld en átt er við tveggja krónu pening eða –seðil rétt eins og nú er talað um fimmkall, tíkall, hundrað kall og þúsund kall. Orðið túkall er fengið að láni...

Nánar

Fleiri niðurstöður